Messa sunnudaginn 23.ágúst

Messa sunnudaginn 23.ágúst.  Fermingarbörn og foreldrar boðin velkomin í kjölfar fermingarnámskeiðs.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann.  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.  Sjáumst í kirkjunni!

Messa 2. ágúst

Messa verður sunnudaginn 2. ágúst 2015 klukkan 11:00  Nýr sóknarprestur í Selfosskirkju og Selfossprestakalli séra Guðbjörg Arnardóttir messar þennan sunnudaginn.  Súpa og brauð að lokinni messu í safnaðarheimilinu (gegn vægu gjaldi)  Allir velkomnir

Messa 26. júlí

Messað er í Selfosskirkju kl. 11 þann 26. júlí 2015. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason, en þetta verður síðasta messa hans við Selfossprestakall. Organisti Jörg E Sondermann. Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Súpa og brauð að lokinni messu (gegn vægu gjaldi).

Messa 12. júlí

smáblómSumarmessa verður 12. júlí 2015 kl. 11 í Selfosskirkju. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg E Sondermann. Kór Selfosskirkju leiðir söng. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. En hvað er sumarmessa? Jú messa sem maður sækir á sumardegi á ferðalagi um Suðurland, nú eða þá bara messuferð á sumardegi.

Séra Þorvaldur Karl þjónar Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka

Þorvaldur Karl Helgason

Þorvaldur Karl Helgason

Biskup Íslands hefur verið ákveðið að séra Þorvaldur Karl Helgason þjóni Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka en þann 1. ágúst taka tveir prestar við störfum í Selfossprestakalli. Fyrir hefur legið að sr. Axel færi þann 14. júlí til annarra starfa. Síðasta messa sr. Axels að þessu sinni verður því sunnudaginn 12. júlí. Sr. Þorvaldur Karl messar 19. júlí og 26. júlí kl. 11 og sinnir öðrum þeim prestsverkum, prestsþjónustu og samtölum sem til falla þessar rúmar tvær vikur.

 

Messa kl. 11 – 5. júlí

tengja við orkunaAlla sunnudaga kl. 11 er messað í Selfosskirkju. Næsti sunnudagur er 5. júlí. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 16. kafla Matteusarguðspjalls en þar spyr Jesús lærisveinanna: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svararaði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Síðar í þessu texta mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Messa kl. 11 28. júní

 

Hvar er þetta að finna í Selfosskirkju?

Hvar er þetta að finna í Selfosskirkju?

Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 8. kafla Jóhannesarguðspjalls en þar segir svo frá:  Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við Jesú: „Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð okkur í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?“ Þetta sögðu þeir til að reyna hann svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.

Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum.

Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?“

En hún sagði: „Enginn, Drottinn.“

Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.“

Hvað skrifaði Jesús í sandinn? Hvað lásu þeir úr sandinum sem hjá stóðu?

Hvað hét þessi kona? Hvað varð um hana?