Messa, lok barnastarfs vetrarins og ferming Stefáns Tors Leifssonar kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Barnastarf á sama tíma í umsjón Hugrúnar Kristínar æskulýðsfulltrúa og æskulýðsleiðtoga Selfosskirkju. Kirkjukórinn leiðir söng. Ís og kaffisopi eftir messu sem og súpa og brauð á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.
Greinasafn fyrir flokkinn: Safnaðarstarf
Sumardagurinn fyrsti 2015
Sumardaginn fyrsta fagnar Barna- og unglingakór Selfosskirkju sumrinu í Selfosskirkju með tónleikunum “Fuglinn í fjörunni” kl. 15:00. Á tónleikunum verða einungis flutt verk sem snúa að fuglum og jafnframt munu kórfélagar lesa upp ljóð um fugla, sum hver frumsamin! Um undirleikinn sér Miklós Dalmay og er kórstjórnandi Edit Molnár.
Aðgangseyrir eru 1500 kr. Innifalið í verðinu eru léttar kaffiveitingar eftir tónleikanna.
Föstudagurinn langi í Selfosskirkju
Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar lesnir frá kl. 13. Lestir lýkur upp úr hálf sex. Allir 50 sálmarnir lesnir og píslarsagan á milli sálma. Kyrrðarstund við krossinn kl. 20. Verið velkomin.
Viltu lesa Passíusálm á föstudeginum langa?
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju föstudaginn langa, þann 3. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil. Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman. Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst eða senda tölvupóst á axel.arnason@kirkjan.is. Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.
Auglýsing um starf kirkjuvarðar í Selfosskirkju
Sóknarnefnd Selfosssóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Selfosskirkju í fullt starf.
Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.
Í starfinu felst dagleg umsjón með kirkju og kirkjugarði, móttaka gesta, símavarsla, bókanir o.fl. Þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi, létt viðhaldsvinna, umhirða ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu.
Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika. Hann / hún þarf að búa yfir ríkri þjónustulund.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem þeir óska að taka fram. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar, bjossirak@simnet.is eða í síma 898 1500.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsókn sendist til Selfosskirkju:
Sóknarnefnd Selfosssóknar
Selfosskirkju
800 Selfoss
8. mars. Messa og barnastarf kl. 11. Aðalsafnaðarfundur.
Messa og barnastarf kl. 11. Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi. Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. – Kaffisopi eftir messu og súpa og brauð á vægu verði.
Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2015 verður haldinn í safnaðarheimilinu kl. 12,30.
Æskulýðsdagurinn 1. mars
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar –og fjölskylduguðsþjónusta 1. mars 2015 kl. 11. Fjölbreyttileg tilbeiðsla í söng og spili. Nemendur úr Tónlistaskóla Árnesinga spila við upphafi. Krílasálmar nýttir í inngangi og kornabörn leggja lið í fangi mæðra. Spilað verður á blokkflautur og hugurinn leiddur. Unglingakór syngur og söfnuður tekur undir. Allir velkomnir. Súpa framborin í hádegi. –Axel, Edit, Guðný Einarsdóttir og Hugrún.
Bingó í Selfosskirkju 24. febrúar
Batamessa 15. febrúar kl.17:00
Vinir í bata ætla að bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 15. febrúar, kl.17:00.
Sr. Axel mun þjóna, Þorvaldur Halldórsson, Margrét og Helgi munu leiða söng. Við fáum að heyra vitnisburð og boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum sporin, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.
Allir eru velkomnir.
Leiksýning í Selfosskirkju
Stoppleikhópurinn sýnir glænýtt íslenskt leikrit í Selfosskirkju á Sprengidag, 17. febrúar nk. kl. 20. Það nefnist: “Upp, upp” og er eftir Valgeir Skagfjörð en hann byggir verkið m.a á skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur: “Heimanfylgja” Leikritið byggir á æskusögu Hallgríms Péturssonar. Leikritið er sýnt í vetur í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Nú er fólki boðið að koma til Selfosskirkju á þetta leikrit sem tekur 45 mínútur í flutningi. Höfðað er sérstaklega til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra.