Það er okkur ánægja að kynna til leiks Bergþóru Kristínardóttur sem mun stjórna barnakór Selfosskirkju í vetur, ásamt Edit Molnár organista kirkjunnar.
Bergþóra Kristínardóttir er 29 ára Selfyssingur sem ólst upp í tónlist í Selfosskirkju og tónlistaskóla Árnesinga. Þar lauk hún framhaldsprófi á fiðlu hjá Mariu Weiss og söng í barna og unglingakórum fyrst hjá Glúmi Gylfasyni og svo hjá Edit Molnár. Seinna söng hún í kór FSu, kór Listaháskóla Íslands og kammerkvennakórnum Impru. Hún hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitarverkefnum sem fiðluleikari m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit suðurlands undanfarin þrjú ár. Bergþóra býr nú á Selfossi með fjölskyldu sinni og er spennt fyrir því að vera komin aftur í kórastarfið í öðru hlutverki.
Greinasafn eftir: Guðbjörg Arnardóttir
Helgihald sunnudaginn 25. ágúst
Sunnudaginn 25. ágúst verður helgihald með óvenjulegum hætti því Kirkjukórinn ásamt organista og presti heimsækja Miðbæinn á Selfossi og verður messa á Brúartorgi í Miðbænum kl. 14:00. Með kórnum koma einnig fram Daniel Karl Cassidy og Hugrún Birna Hjaltadóttir. Hittumst í Miðbænum!
Seinna sama dag verður Maríumessa í Eyrarbakkakirkju þar sem sungnir verða ýmsir Maríusálmar, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur undir stjórn Péturs Nóa Stefánssonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir
Sumarmessa
Í sumar höfum við verið að flakka á milli kirknanna okkar í Árborgarprestakalli og nú er komið að sumarmessu í Villingaholtskirkju sem verður sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00. Það er fallegt að taka rúnt um sveitina og koma við í messu. Það verður almennur safnaðarsöngur, Guðmundur Eiríksson leikur undir og prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.
Sumarmessa í Eyrarbakkakirkju
Sunnudaginn 23. júní kl. 14:00 verður messa prestakallsins í Eyrarbakkakirkju.
Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Helgihald sunnudaginn 2. júní
Sunnudagurinn 2. júní er sjómannadagur og í Árborgarprestakalli er hefðbundið helgihald í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Selfosskirkju verður kvöldmessa.
Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta í Stokkseyrarkirkja á sjómannadag 2. júní kl. 11:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á sjómanndag 2. júní kl. 14:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Selfosskirkja
Kvöldmessa sunnudaginn 2. júní kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur og hitar upp fyrir kórferðalag sem er framundan, fallegur kórsöngur undir yfirskriftinni: ,,Söngur fyrir Króatíu.” Organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Nú hefur verið út helgihaldið í sumar í Árborgarprestakalli og er það með fjölbreyttum hætti.
Fundur vegna ferminga 2025
Fundur fyrir verðandi fermingarbörn vorsins 2025.
Við bjóðum ykkur velkomin á kynningarfund í Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 18:00. Fundurinn er fyrir verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli, undir það heyra kirkjurnar í Árborg og Flóahreppi. Á fundinum verður farið yfir skipulag fermingarfræðslunnar og ýmislegt annað fyrir næsta vetur. Verið velkomin til fundarins og kynna ykkur starfið. Við viljum einnig benda á að inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin er að finna upplýsingar um væntanlega fermingardaga og þar er hlekkur til að skrá barn í fræðsluna. Við hlökkum mikið til þess að kynnast nýjum hópi fermingarbarna og eiga samfélag með ykkur öllum næsta vetur. Velkomið að taka væntanlegt fermingarbarn með á fundinn en ekki nauðsynlegt.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við okkur prestana í tölvupósti eða síma, upplýsingar um það má finna inn á selfosskirkja.is
Kær kveðja
Guðbjörg, Gunnar og Ása Björk
Hlekkur til að skrá í fermingarfræðslu:
Helgihald á hvítasunnu í Árborgarprestakalli
Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, einsöng syngur Gunnlaugur Bjarnason, prestur Gunnar Jóhannesson.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón Sjöfn, Dóra og Katrín.
Hraungerðiskirkja
Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13:30. Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.
Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir
Villingaholtskirkja
Fermingarmessa á annan hvítasunnudag kl. 13:30. Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kvöldmessa í Selfosskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20:00
Sunnudaginn 12. maí verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00.
Fermingarmessa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00.
Kvöldmessa verður svo í Selfosskirkju kl. 20:00. Unglingakórinn syngur og Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti Edit A. Molnár. Helga Aðalheiður Jónsdóttir spilar á blokkflautu. Harpa Rós Björgvinsdóttir djáknanemi flytur hugleiðingu. Falleg stund á mæðradegi.
Raddir æskunnar
Á sunnudaginn sl. var frumsýnd á RUV heimildarmynd frá 2021. Heimildarmyndin er eftir Önnu Edit Dalmay og fjallar um hvernig söngur í kór getur haft langvarandi jákvæð áhrif á börn og unglinga. Rætt er við núverandi og fyrrverandi félaga í barna- og unglingakórum Selfosskirkju um hvernig kórsöngurinn hefur mótað þau. Við í Selfosskirkju erum sannarlega stolt af kórastarfinu okkar og því mikilvæga uppeldishlutverki sem það gegnir. Við erum þakklát fyrir þau sem koma að starfinu og gaman að sjá afrakstur þess í myndinni. Myndin verður endursýnd á uppstigninardag en að sjálfsögðu hægt að nálgast hana á efnisveitu RUV og hvetjum við sem flesti til þess að horfa á myndina og njóta hennar.
Hreinsunardagur og kvöldmessa
Laugardaginn 27. apríl nk. frá kl. 10:00-14:00 er árlegur hreinsunardagur Selfosskirkju. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að efna til hreinsunar og tiltektar í kirkjugarði og á lóð kirkjunnar. Það er ánægjulegt að sjá fólk koma og taka þátt í þessu verkefni og hreinsa leiði ástvina í leiðinni. Stór gámur verður á svæðinu. Boðið verður upp á hressingu í hádeginu. Fólk er beðið að hafa með sér garðáhöld, þeir sem það geta. Sóknarnefndin, aðal- og varamenn, fólk úr kirkjukórnum og aðrir starfsmenn kirkjunnar taka vel á móti ykkur.
Sunnudaginn 28. apríl kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Létt og notaleg stund, Kirkjukórinn syngur fallega sálma. Organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.