Yfirlit yfir helgihald í Árborgarprestakalli yfir jól og áramót

Selfosskirkja
Hátíðarstund barna í Selfosskirkju Þorláksmessu 23. desember kl. 11:00; fyrir börn og fullorðna, ungmenni, afa og ömmur.  Umsjón Sjöfn og sr. Gunnar og Rebbi refur kíkir í heimsókn.  Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna.

Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Aftansöngur á gamlársdag 31. desember kl. 17:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Ararndóttir.

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.  

Eyrarbakkakirkja
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30, Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Villingholtskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Laugardælakirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 13:00, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 15:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Dagur Fannar Magnússon héraðsprestur.

Hraungerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á öðrum degi jóla 26. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.

2. sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju og Eyrarbakkakirkju

Það er nóg framundan á öðrum sunnudegi í aðventu í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður stutt helgistund í kirkjunni kl. 11:00, strengjakvartett frá Tónlistarskóla Árnesinga spilar, síðan förum við yfir í safnaðarheimilið og þar verður dansað í kringum jólatréð og við fáum góða gesti í heimsókn.

Kl. 18:00 verður aðventukvöld Selfosskirkju. Þar syngja Kirkjukór Selfosskirkju og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju, einsöng syngur Guðbjörg Bjarnar Guðjónsdóttir. Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona flytur hugvekju.

Í Eyrarbakkakirkju verður aðventusamkoma kl. 14:00. Þar syngur Kirkjukórinn, organisti er Pétur Nói Stefánsson.

Helgihald í Árborgarprestakalli 19. nóvember

Sunnudagaskóli verður í Selfosskirkju kl. 11:00, umsjón Sjöfn, Katrín og Dóra

Messa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Messa verður í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Velkomin til helgihaldsins