Í ljósi vindaspá og úrkomuspá Veðurstofu Íslands fyrir föstudaginn langa hefur verið ákveðið að fella niður gönguna milli Laugardælakirkju og Selfosskirkju.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Helgihald um bænadaga og páska í Árborgarprestakalli
6. apríl – skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11 og 13.
Messa í Laugardælakirkju kl. 15:00. Að messu lokinni fer aðalsafnaðarfundur sóknarinnar fram í kirkjunni.
7. apríl – föstudagurinn langi
Pílagrímaganga kl. 9:45. Gengið verður frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju. Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju og verður staldrað við á leiðinni til stuttra hugleiðinga.
8. apríl – Laugardagur fyrir páska
Magnificat – Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju kl. 16 (miðasala á tix.is).
9. apríl – páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkja kl. 08:00. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum til morgunverðarborðs í safnaðarheimilinu.
Hátíðarmessa í Eyrarbakkakirkja kl. 08:00
Hátíðarmessa í Stokkseyrarkirkja kl. 11:00
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkja kl. 11:00
10. apríl – annar páskadagur
Messa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00
Messa í Gaulverjabæjarkirkja kl. 14:00
Gleðilega páska og verið öll hjartanlega velkomin til góðra og gefandi kirkjustunda yfir páskanna.
Pílagrímaganga á föstudaginn langa – Golgataganga 2023
Föstudaginn langa, föstudaginn 7. apríl nk, verður gengin pílagrímaganga frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju.
Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju kl. 9:45. Gengnir verður síðan þessi 3 km áleiðis að Selfosskirkju. Staldrað verður víða við á leiðinni til stuttra hugleiðinga. Stundum verður gengið í þögn og stundum ekki. Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og dr. Guðmundur Brynjólfsson, djákni.
Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni. Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nestisbita. Þessi ganga gæti hent öllum og ekki síst börnum. Verið velkomin.
Boðun aðalsafnaðarfundar
Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar
Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar er boðaður og verður haldinn að lokinni messu á skírdag 6. apríl 2023. Messan hefst kl. 15 og fundurinn því laust fyrir kl. 16.
Sóknarnefnd boðar til aðalsafnaðarfundar með minnst viku fyrirvara og skal greina frá
dagskrá fundarins í fundarboði. Sóknarnefnd skal í samráði við starfandi sóknarprest og/eða
starfandi prest boða til aðalsafnaðarfundar sóknarinnar. Fundinn skal auglýsa með þeim hætti
sem venja er til um messuboð.
Þar skal taka fyrir eftirfarandi:
Gera grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Gera grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og
varamanna þeirra til árs í senn.
Kosning sóknarnefndar, sbr. 6. gr. starfsreglna þessara.
Kosning í aðrar nefndir, ráð og trúnaðarstörf.
Önnur mál.
Hjálagt eru starfsreglur um söfnuði og sóknarnefndir
Kyrrðarbænin fellur niður í dag
Kyrrðarbæn srm vera átti kl 17 í dag, 29. mars 2023 fellur niður að þessu sinni.
Sunnudagurinn 26. mars 2023
Sorg og áföll karla í mars
Selfosskirkja býður upp á klukkustunda langa samveru fyrir karla í mars. Tekin verður fyrir glíma karla við sorg og áföll í tali og samtali.
Samverustundirnar verða 7., 14., 21. og 28. mars kl. 18.
Umsjón hafa þeir Guðmundur Brynjólfsson djákni og Axel Á. Njarðvík prestur.
Verið velkomnir.
Sunnudagurinn 26. febrúar 2023
Messa í Selfosskirkju kl. 11.
Sr. Axel Njarðvík þjónar fyrir altari og prédikar
Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór Selfosskirkju leiðir safnaðarsönginn. Súpa, brauð og kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli í Selfosskirkju kl. 11
Lífleg og skemmtileg stund fyrir börnin og alla aðra. Umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir.
Messa í Gaulverjarbæjarkirkju kl. 14
Sr. Axel Njarðvík þjónar fyrir altari og prédikar
Organisti er Haukur Arnarr Gíslason og kór Gulverjabæjarkirkju leiðir safnaðarsönginn.
Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju kl. 20
Guðmundur Brynjólfsson djákni þjónar fyrir altari og flytur hugleiðingu.
Organisti er Haukur Arnarr Gíslason og kór Eyrarbakkakirkju leiðir safnaðarsönginn.
Sunnudagskvöldið 12. febrúar 2023
Kvöldguðsþjónusta verður í Selfosskirkju kl. 20 þann 12. febrúar með lögum Valgeirs Guðjónssonar.
Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár hefur að undanförnu verið að æfa lög Valgeirs þar sem boðskapur um frið á jörðu og nátttúrvernd er undirtónninn. Valgeir muni sjálfur flytja sum laganna við undirleik Edit og unglingakór Selfosskirkju syngur. Séra Arnaldur Bárðarson opnar og leiðir bæn og blessun. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir flytur stuttar hugleiðingar við boðskap hvers lags.
Unglingakór Selfosskirkju skipa 14 stúlkur á aldrinum 13-16 ára.
Myndbandið var tekið upp við æfingu kórsins 9. febrúar í Selfosskirkju.
Verið öll velkomin.