Sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju

Fimmtudagskvöldið 11.október verður boðið upp á fræðslufyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju.  Það er sr. Halldór Reynisson sem flytur, en hann hefur lengi starfað með Nýrri dögun.  Fyrirlesturinn er í safnaðarheimilinu og hefst kl. 20.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

Næstu fjögur fimmtudagskvöld þar á eftir, verður boðið upp á samtal um sorg í kirkjunni kl. 20-21 sem prestar kirkjunnar, sr. Guðbjörg og sr. Ninna Sif leiða.  Þangað eru líka allir velkomnir, en fólk er beðið að skrá sig á gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 og 8491321.

Helgihald í Selfossprestakalli 7.október 2018.

Sunnudaginn 7.október verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju kl. 11.  Unglingakórinn  syngur undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttir.  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr og Ninna Sif.

Kl. 13.30 er guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju.  Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur og leiðir safnaðarsöng, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

Helgihald á hvítasunnu

Helgihald um hvítasunnuhelgina í Selfossprestakalli:

Á hvítasunnudag er hátíðarmessa í Selfosskirkju kl. 11.  Hátíðarsöngvar sungir.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti Edit Molnár, kór kirkjunnar syngur.  Kl. 13.30 er svo fermingarmessa í Hraungerðiskirkju.  Þar þjónar einnig sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson og kór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur.

Á annan hvítasunnudag er fermingarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, kór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur.

Góðar stundir framundan og gott samfélag.  Sjáumst í kirkjunni!

Uppstigningardagur – dagur eldri borgara

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í kirkjunni.  Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þar sem Hörpukórinn, kór eldri borgara á Selfossi syngur undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

Eftir messu verður borin fram súpa og eitthvað gott með kaffinu í safnaðarheimilinu í boði héraðssjóðs.  Allir velkomnir, sjáumst í kirkjunni!

Samtal um sorg í Selfosskirkju

Eftir páska verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju.  Um er að ræða 4 samverur sem hefjast á stuttu erindi en síðan er boðið um á samtal.  Samtalinu stýra prestar kirkjunnar þær Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.

Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagskvöldin 5., 12. og 26.apríl og svo miðvikudaginn 2.maí.  Samtalið hefst kl. 20 og stendur í um klukkustund.

Skráning fer fram hjá prestunum á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8491321.