Messa og vísitasía biskups

Um næsta helgi eða dagana 12.-13. mars mun biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vísitera Árborgarprestakall. Vísitasía þýðir að biskupinn heimsækir sóknir og söfnuði landsins og er tilgangurinn m.a. að veita ráðgjöf, stuðning og uppörvun. Heimsækir biskupinn hverja kirkju prestkallsins, þar sem fer fram helgistund og í framhaldinu á sér stað samtal á milli biskupsins, sóknarnefndanna og þeirra sem koma að starfi innan kirknanna. Það er tilhlökkun og fá að taka á móti biskupnum, ræða starfið og hittast öll.

Sunnudaginn 13. mars verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00 þar sem biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjónar fyrir altari ásamt prestum kirkjunnar. Kirkjukórinn syngur og er organisti Edit A. Molnár. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 þar sem Sjöfn og leiðtogar hitta krakkana.

Af tilefni heimsóknarinnar verða helgistundir á eftirfarandi tímum í öðrum kirkjum prestakallsins, þessar stundir eru öllum opnar.

Gaulverjabæjarkirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 11:00.

Villingaholtskirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 13:30

Hraungerðiskirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 15:30

Laugardælakirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 17:00

Eyrarbakkakirkja
Helgistund sunnudaginn 13. mars kl. 14:30

Stokkseyrarkirkja
Helgistund sunnudaginn 13. mars kl. 16:30.

Þessi mynd er tekin þegar útvarpsmessa var tekin upp í Selfosskirkju í september á síðasta ári en þá var biskupinn með okkur í messunni.

Kvöldmessa sunnudaginn 13. febrúar kl. 20:00

Sunnudaginn 13. febrúar verður kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur ljúfa og fallega sálma, organisti Edit A. Molnár og prestur Gunnar Jóhannesson.

Sunnudagaskóli sama dag 13. febrúar kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Viljum einnig benda á að sama dag 13. febrúar verður messa í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00 og Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00.

Helgihald og safnaðarstarf hefst að nýju

Samkvæmt nýjustu reglugerð um sóttvarnir er okkur heimilt að kalla fólk til helgihalds á ný í kirkjunum okkar.
Við vekjum þó athygli á að í athöfnunum er grímuskylda og skal fólk halda metersfjarlægð við óskylda aðila.
Sömuleiðis hefst barna- og æskulýðsstarf að nýju sem og æfingar hjá barna- og unglingakórunum.
Það verður því messa næstkomandi sunnudag 6. febrúar í Selfosskirkju kl. 11:00 og sunnudagaskóli á sama tíma.
Við minnum á morgunbænastundir þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15 og kyrrðarstund á miðvikudögum kl. 17:00.

Það er gleður okkur mikið að geta á ný boðið upp á helgihald og nú verða kirkjubekkirnir ekki auðir mikið lengur.

Áfram vegna samkomutakmarkana

Áfram erum við bundin því að geta ekki komið saman til helgihalds á sunnudögum. Það er verða því ekki messur eða helgistundir næstu tvo sunnudaga þann 23. og 30. janúar, sömuleiðis verður heldur ekki sunnudagaskóli.

Upplýsingar um hvort barnastarfið verður í næstu viku og sömuleiðis kóræfingar koma inn á upplýsingasíðu Barnastarfsins á Facebook og í gegnum samskipti við kórstjóra.

Við treystum því að hvíla í hendi Guðs sem leiðir okkur og látum okkur hlakka til þegar við megum kalla ykkur saman til helgihalds á nýjan leik.

Vegna samkomutakmarkana

Fyrirhugað var að hafa helgistund í Selfosskirkju nk. sunnudag þann 16. janúar. Hins vegar hafa takmarkanir verið framlengdar og sömuleiðis borist tilmæli frá Biskupi Íslands að kalla fólk ekki til helgihalds. Við munum virða það og því verður ekki helgihald í kirkjunni eins og búið var að auglýsa og gera ráð fyrir.

Sömuleiðis verður ekki heldur sunnudagaskóli eins og búið var að gera ráð fyrir.

Tilkynning

Næstkomandi sunnudag 9. janúar verður ekki messa í Selfosskirkju. Við bíðum eftir nýrri reglugerð sem tekur gildi í næstu viku. Við treystum því að geta þá fundið leið til að halda úti helgihaldi sem tekur mið af gildandi takmörkunum.
Morgunbænir og kyrrðarstundir hefjast að nýju í næstu viku enda rúmast þær innan sóttvarnartakmarkana.
Barna- og æskulýðsstarf hefst sömuleiðis að nýju í næstu viku en vert að fylgjast með tilkynningum á Facebook ef fella þarf starfið niður með skömmum fyrirvara.

Gleðilegt ár

Vegna sóttvarnartakmarkana og tilmæla Biskups Íslands verður ekki áramótaguðsþjónusta í Selfosskirkju.
Þá er rétt að benda á að ekki verður barna- og æskulýðsstarf fyrr en eftir 10. janúar.
Morgunbænir hefjast á ný 11. janúar 9:15 og verða áfram á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum og kyrrðarstundin sem er alla miðvikudaga kl. 17:00 hefst 12. janúar.