Helgihald um jól og áramót í Selfossprestakalli

Helgihald um jól og áramót í Selfossprestakalli

Selfosskirkja

Aðfangadagur

Aftansöngur kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit Molnár, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir

Miðnæturhelgistund kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit Molnár, trompetleikur Jóhann Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit Molnár, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 17:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir

 

Hraungerðiskirkja

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir

 

Villingaholtskirkja

Annar jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

 

Laugardælakirkja

Annar jóladagur

Hatíðarguðsþjónusta kl. 13:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

 

 

Messa sunnudaginn 20. desember kl. 11:00 og jólaball sunnudagaskólans

Messa sunnudaginn 20. Desember kl. 11:00, fjórða sunnudag í aðventu.

Kirkjukór Selfosskirkju syngur, fram koma einnig fyrrum félagar úr Unglingakór Selfosskirkju.

Organisti Edit Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir

10577200_10153677697180469_3095966928185839388_nJólaball sunnudagaskólans á sama tíma.  Undirleikur Magnea Gunnarsdóttir, jólasveinninn mætir í heimsókn.

Helgihald 2.sunnudag í aðventu

Á aðventunni er yndislegt að næra andann og styrkja trúnna í samfélagi kirkjunnar. Næsta sunnudag 6.desember er messa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju kl. 11. Kveikt verður á aðventukransinum. Í messunni syngur bæði Unglingakór og Kirkjukór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólanum stýra æskulýðsleiðtogar. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni í umsjón Kvenfélags Selfosskirkju.

Aðventa

Alla þriðjudaga til föstudaga er tíðasöngur og morgunbænir í Selfosskirkju kl. 10:00.  Í dag settum við okkur aðventustellingar og munum við fram að jólum setja örlítið meira krydd í samveruna yfir kaffibollanum eftir tíðasönginn.  Byrjað var í dag að lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, lestrinum er skipt í 10 lestra sem verða lesnir í beinu framhaldi af tíðasöngnum.  Í fjögur skipti þessa morgna fáum við einnig gest í heimsókn til okkar sem deilir með okkur jólaminningu.bc3b3kaormur-ruth-8

 

Söngur og gleði – námskeið fyrir 6-10 ára börn!

Dagana 19.-29. nóvember verður boðið upp á kórnámskeið í Selfosskirkju á fimmtudögum kl. 14.30-15.15 og föstudögum kl. 17-17.45.  Allir krakkar á aldrinum 6-10 ára eru hjartanlega velkomnir!  Farið verður í tónlistarleiki og mikið sungið.

Kennarar verða Edit Molnár, Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Magnea Gunnarsdóttir.  Að því loknu munu þátttakendur koma fram í fjölskyldumessu í Selfosskirkju sunnudaginn 29.nóvember.

Til þess að skrá barn til leiks skal senda tölvupóst til Editar, edit@simnet.is þar sem fram kemur nafn og aldur.

Námskeiðið er ókeypis og er styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands.

Messa og sunnudagaskóli 15.nóvember

Nk. sunnudag 15.nóvember verður messa kl. 11.  Barn borið til skírnar.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Og á eftir er súpa og kaffisopi í safnaðarheimilinu sem kvenfélag kirkjunnar reiðir fram.  Það er gott að koma til kirkju, heyra gott orð, syngja fallega sálma og eiga gott samfélag.  Sjáumst í kirkjunni!

Hafdís og Klemmi í Selfosskirkju

Sunnudaginn 8. nóvember koma Hafdís og Klemmi í sunnudagskólann í Selfosskirkju.  Á DVD diskunum Daginn í dag eru þau aðalpersónurnar og nú gefst okkur tækifæri til að sjá þau ljóslifandi.  Leiksýningin þeirra um um leyndardóma háloftsins hefst kl. 11:00 Í sunnudagaskólanum og er aðgangur ókeypis.  Við þökkum Kvenfélagi Selfosskirkju fyrir stuðninginn við að fá þau í heimsókn. Hafdís-og-Klemmi_minni

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn í Selfossprestakalli safna í dag þriðjudaginn 3. nóvember fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Börnin fá fyrst fræðslu um vatnsverkefni Hjálparstarf kirkjunnar í Afríku og fara að því loku gláðbeitt út með merkta bauka.  Það er ósk okkar að vel verði teki á móti þeim.  Síðan fá þau kakó og brauð hjá Kvenfélagi Selfosskirkju. 20151103_130226-1

Slegist í för með fólkinu

Næstu fjóra miðvikudaga verða hér í Selfosskirkju samverustundir um sorg og þá raun og reynslu sem sprettur af missi. Þær hefjast klukkan fimm og þeim lýkur upp úr sex. Allir eru velkomir að koma og slást í för -hver svo sem raunin er. Sumir mæta alltaf aðrir kannski bara einu sinni. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur hefum umsjón með þessu ferðalagi.

Sjá nánar hér

 

 

Allra heilagra messa 1. nóvember

Sunnudaginn 1.nóvember er Allra heilagra messa sem í kirkjunni er tileinkuð minningu látinna.  Kl. 11 um morguninn er fjölskylduguðsþjónusta þar sem unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi og sr. Ninna Sif.  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.

Kl. 20 er svo kvöldguðsþjónusta þar sem þau Karítas Harpa og Fannar Freyr sjá um tónlistina.  Falleg tónlist og gott orð sem nærir, huggar og blessar.  Þú ert velkomin/n.  Sjáumst í kirkjunni!allra heilagra mynd