Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00.

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Gulur september er samvinnverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þjóðkirkjan er hluti af verkefninu og er það von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Verður í messunni vakin athygli á verkefninu og Gulum september ;

Sömuleiðis er gaman að geta þess að starfsfólk Selfosskirkju mun nk. þriðjudag 12. september klæðast einhverju gulu.

Nánari upplýsingar um verkefni má finna hér:

Sjálfsvígsforvarnir | Ísland.is (island.is)

Fjölskylduguðsþjónusta 3. september kl 11

Æskulýðsguðsþjónusta í Selfosskirkju klukkan 11 sunnudaginn 3. september. Guðsþjónustan markar upphaf hauststarfsins og öll sem vilja taka þátt í æskulýðs- og söngstarfi komið og skráið ykkur! Söfnuður og fermingarbörnin syngja saman undir stjórn Editar, Sjöfn og séra Ása Björk leiða stundina. Sálmar sérvaldir til að öll syngi með og gleðjist á þessum tímamótum þegar umræðuefni prédikunarinnar er kærleikur og virðing.   Bænahópar og fleira hefst þessa vikuna, vinsamlegast sjáið allar upplýsingar á síðunni okkar.

Fermingarfræðslan að hefjast

Það er spenna í loftinu því við búum okkur undir að hitta verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli.  Fræðslan byrjar mánudaginn 21. ágúst og þau sem eru þegar skráð fá tölvupóst með nánari upplýsingum.  Þau sem vilja vera  með en eiga eftir að skrá sig fara inn á eftirfarandi slóð.

Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)

Nánari upplýsingar um fræðsluna má finna inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin svo má líka heyra í okkur prestunum ef það eru einhverjar spurningar.

Útiguðsþjónusta sunnudaginn 16. júlí klukkan 11

Ef veður leyfir, munum við hafa útiguðsþjónustu þennan sunnudag, 16. júlí klukkan 11, með kaffi/tei/vatni og kexi. Annars látum við fara vel um okkur inni. Þema guðsþjónustunnar er úr Fjallræðunni, um trúna, vonina og kærleikann.

Meðlimir úr kirkjukórnum okkar leiðir sönginn.

Munum að Guð vakir yfir okkur alla daga.