Að veiða fisk eftir páska

Hvers vegna var það fiskur sem var veiddur þarna strax eftir upprisuna? Hvers vegna er fiskurinn svona merkilegur í sögunni? Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 28. apríl 2019 kl. 11 – sem er fyrsti sunnudagur eftir páska. Prestur er Axel Á Njarðvík, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Kirkjukórinn leiðir söng. Verið öll velkomin. 

Þorláksmessa í Selfosskirkju, 23. desember 2018 kl. 11.

Að ganga í ljósi

Að ganga í ljósi

Kveikum á ljósi- þó viljin sé veikur er vonin samt sterk, koma má mörgu og miklu í verk, það sem þú gerir er það sem þú ert, þín verður minnst fyrir það sem var gert. Ljúf helgistund verður kl. 11 í Selfosskirkju sunnudaginn 23. desember kl. 11 þar sem við munum einmitt kveikja á ljósi, fjórða ljósi aðventukertanna. Valgerir Guðjónsson og kór kirkjunnar leiða okkur inn í birtuna sem skín af því ljósi sem jólin boða og bjóða. Verið velkomin.

18. nóvember 2018

Hjálpað á fætur

Hjálpað á fætur

Þann sunnudag verður messa og barnastarf kl. 11 í Selfosskirkju. Hugum að uppbyggingu sálar og samfélags með hvert öðru. Barnastarfið leiðir Jóhanna Ýr. Prestur Axel og organgisti Ester. Kirkjukór leiðir söng. Súpa gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili. Verið velkomin. 

Messa á Jónsmessu


Axel, héraðsprestur messar á sunnudaginn, þann 24. júní kl. 11. Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór kirkjunnar leiðir söng. 
Sumarsólstöður voru 21. júní sl. en þann dag reis sólin hæst síðan 21. desember sl. Frá jólum til Jónsmessu þá er hugmyndin að jólaljósið magnist í okkur. Við ættum að vera búinn í 6 mánuði að efla það með okkur, sem vöxtur ljósins í náttúrunni hefur í okkur að segja. Og næstu sex mánuði, hvað ljósið, í náttúruinni sem dofnar hægt og sígandi, hefur að segja um okkar inna ljós. Nær það að ljóma?

Á þig, Jesú Krist, ég kalla,
kraft mér auka þig ég bið.
Hjálpa þú mér ævi alla,
að ég haldi tryggð þig við.
Líkna mér og lát mér falla
ljúft að stunda helgan sið. -Sálmur: 196

Messa sunnudaginn 7. maí kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Organisti Edit A. Molnár og Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Félagar úr Gídeónfélaginu munu taka þátt í messunni en félagið heldur aðalfund sinn á Selfossi þessa helgina með aðstöðu í safnaðarheimilinu okkar.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli

Það er af ýmsu að taka í Selfossprestakalli í dymbilviku og um páska.  Verið innilega velkomin til helgihalds.

13. apríl skírdagur:
Fermingarmessa kl. 11 í Selfosskirkju.

Messa í Laugardælakirkja: kl. 13:30 – organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.

14. apríl – föstudagurinn langi í Selfosskirkju
Passíusálmalestur kl. 13:00.  Ýmsir lesarar úr samfélaginu skipta lestrinum á milli sín.  Hægt er að koma og hlusta í lengri eða skemmri tíma.

Kyrrðarstund við krossinn kl. 20:00.  Organisti Edit A. Molnár, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.  Lesari les síðustu sjö orð Krists á krossinum.

16. apríl – páskadagur:
Hátíðarmessa kl. 08:00.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Morgunkaffi á eftir athöfn í boði sóknarnefnar

Hátíðarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

17. apríl – annar páskadagur:
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

 

Messa kl. 11:00 sunnudaginn 18. desember og jólaball sunnudagaskólans

Messa verður sunnudaginn 18. desember 4. sunnudag í aðventu kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Glúmur Gylfason og Kirkjukórinn syngur.

Á sama tíma verður jólaball sunnudagaskólans.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson spilar.  Jólasveinar koma í heimsókn með glaðning.

jólaball