Breyting: Blaðað í Biblíunni í nóvember

IMG_0005Enn eru lausir stólar fyrir fleiri.

Fjóra þriðjudaga í nóvemberrmánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkra afaráhugaverða þætti bókarinnar, eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17:00 þriðjudaginn 1. nóvember og stendur yfir góða klukkustund. Vinsamlega skráið ykkkur  með því að hringja skráningu í Axel  síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin

Konur eru konum bestar – sjálfstyrkingarnámskeið í Selfosskirkju

 

Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Selfosskirkju þriðjudagana 30.ágúst og 6.september  kl. 19-22.

Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.

Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar síðustu 20 árin. Það hefur verið haldið víðsvegar um landið, m.a. í Selfosskirkju sl. vetur og fjölmargar konur lýst ánægju sinni með það.  Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg, annað hvort á ninnasif@gmail.com eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

 

Fjölskyldusamvera – uppskeruhátíð barnastarfs í Selfosskirkju

Fjölskyldusamvera verður í Selfosskirkju sumardaginn fyrsta kl. 11:00.  Uppskeruhátíð barnastarfsins.

Messy Church – messu-stöðva-stuð eða kirkjubrall.  Föndrað, leikið, málað út frá sköpunarsögunni á mörgum stöðum í kirkjunni.

Ekki koma í sparifötunum 🙂

Síðan verður boðið upp á pylsur á eftir.

Fyrir samveruna fæst vegabréfsstimpill á Vor í Árborg.

download (1)download

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2016

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2016

Aðalsafnðarfundur Selfosssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju sunnudaginn 6. mars kl. 12:30

Dagskrá aðalsafnaðarfundar

Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.

Dagskrá fundarins er með þessum hætti

1.  Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

2.  Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.

3.  Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.

4.  Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar

5.  Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.

6.  Kosning tveggja skoðunarmanna og enduskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.

7.  Önnur mál.

Starfsreglur um sóknarnefndar má finna á slóðinni:

http://kirkjuthing.is/log-og-reglur/starfsreglur/starfsreglur-um-soknarnefndir-nr-11112011/

 

 

Febrúarmót í Vatnaskógi

Um síðustu helgi fór góður hópur krakka úr Kærleiksbirnunum æskulýðsfélagi Selfosskirkju ásamt leiðtogum á Febrúarmót í Vatnaskógi.

Hópurinn var algjörlega til fyrirmyndar og skemmti sér vel í ratleikjum, brennó, á skemmtikvöldi, á balli, í kvöldstundum og spjalli við nýja og gamla vini.

Takk fyrir frábæra helgi! Takk öll sem studdi þau við fjáröflun til að fara á mótið

1931331_10153799360655469_431642395209202006_n