Fermingarfræðslan að hefjast

Það er spenna í loftinu því við búum okkur undir að hitta verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli.  Fræðslan byrjar mánudaginn 21. ágúst og þau sem eru þegar skráð fá tölvupóst með nánari upplýsingum.  Þau sem vilja vera  með en eiga eftir að skrá sig fara inn á eftirfarandi slóð.

Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)

Nánari upplýsingar um fræðsluna má finna inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin svo má líka heyra í okkur prestunum ef það eru einhverjar spurningar.

Útiguðsþjónusta sunnudaginn 16. júlí klukkan 11

Ef veður leyfir, munum við hafa útiguðsþjónustu þennan sunnudag, 16. júlí klukkan 11, með kaffi/tei/vatni og kexi. Annars látum við fara vel um okkur inni. Þema guðsþjónustunnar er úr Fjallræðunni, um trúna, vonina og kærleikann.

Meðlimir úr kirkjukórnum okkar leiðir sönginn.

Munum að Guð vakir yfir okkur alla daga.