Messa sunnudaginn 10.apríl kl. 11

góði hirðirinn

Nk. sunnudag 10.apríl verður að vanda messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Guðspjall sunnudagsins er úr Jóh. 10 þar sem Jesús segir: “Ég er góði hirðirinn”.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár og kór kirkjunnar syngur.  Sunnudagaskólanum stýrir Jóhanna Ýr af sinni alkunnu snilld.  Að messu lokinni reiðir kvenfélag kirkjunnar fram súpu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.  Sjáumst í kirkjunni!

Batamessa í Selfosskirkju

kertaljós

Nk. sunnudag 10.apríl kl. 17 bjóða Vinir í bata til batamessu.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina.  Batamessa eru ólík hefðbundinni  sunnudagsmessu að mörgu leyti en.   Hún er sniðin að þeim sem farið hafa í gegnum 12 sporin en allir eru hjartanlega velkomnir.  Mikill fjöldi hefur farið í gegnum sporin 12 hér í Selfosskirkju og væri gaman að sjá einhverja þeirra við messuna.    Kaffi og veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Föstuhádegi í dag kl. 12

20160318_091243

Veislan heldur áfram! Föstuhádegi í dag kl. 12 sem hefst með örstuttri helgistund inni í kirkju og svo snæðum við saman dýrindis saltfisk og meðlæti í safnaðarheimilinu sem þær Guðný kirkjuvörður og María hafa þegar hafist handa við að útbúa. Halla Marinósdóttir söngkona syngur við undirleik Edit Molnár. Máltíðin kostar 1000 kr. og rennur allur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju. Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni í dag!

Afmælisvikan hefst á sunnudag!

Blöðrumynd

Sunnudaginn 13. mars hefst afmælisvika Selfosskirkju með fjölskyldumessu kl. 11.  Barn verður borið til skírnar, Barna – og Unglingakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár og Ryþmasveit Tónlistarskóla Árnesinga leikur en kennari sveitarinnar er Vignir Ólafsson.  Um stundina sjá sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.  Að lokinni messu verður afmæliskaka í boði og þá verður líka opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar.

Kl. 20 verður kvöldmessa þar sem feðgarnir Arngrímur Fannar og Haraldur Fannar sjá um tónlistina.

Komum til kirkju á sunnudag og fögnum afmælinu!

Messa og sunnudagaskóli 28.febrúar

Sunnudaginn 28.febrúar verður  messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Sr. Ninna Sif þjónar í messunni, kór kirkjunnar syngur og Edit Molnár leikur á orgel.  Sunnudagaskólinn er í höndum æskulýðsleiðtoga.  Og svo er súpa í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Njótum þess að eiga gott samfélag á sunnudagsmorgni – sjáumst í kirkjunni!

Ástin, drekinn og dauðinn í Selfosskirkju

Vilborg_feb.2015

Ástin, drekinn og dauðinn í Selfosskirkju

Á síðustu þremur árum hefur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kvatt eiginmann sinn, tengdamóður, föður og litla dótturdóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Á þriðjudagskvöld, þann 23. febrúar, mun Vilborg flytja erindi í Selfosskirkju um hvernig dauðinn breytir tilveru þeirra sem eftir lifa og hvað má af honum læra. Bók hennar veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Erindi Vilborgar í Selfosskirkju hefst kl. 19:30 og eru allir velkomnir.

Messur í Selfosskirkju og Hraungerðiskirkju 14.febrúar

Sunnudaginn 14.febrúar verður messa í Selfosskirkju kl. 11.  Kirkjukórinn syngur og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Organisti Edit Molnár.  Sunnudagaskóli á sama tíma og súpa á eftir í safnaðarheimilinu.  Kl. 14 er svo guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju þar sem Húnakórinn í Reykjavík ætlar að syngja undir stjórn Eiríks Grímssonar.  Kaffi að guðsþjónustu lokinni í Þingborg.  Allir velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

Messa og sunnudagaskóli 31.janúar – Biblíudagurinn

Sunnudaginn 31.janúar sem er Biblíudagurinn er messa kl. 11.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Á eftir er svo súpa og brauð sem kvenfélag kirkjunnar reiðir fram.  Það er gott að koma í kirkju – sjáumst á sunnudaginn!

Fjölskyldumessa og kvöldmessa 17.janúar

17.janúar er fjölskyldumessa kl. 11 og markar hún formlega upphaf barna – og æskulýðsstarfs á nýju ári. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár, saga, söngur og eitthvað týnt – og vonandi fundið líka! Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.
Kl. 20 er komið að fyrstu kvöldmessu ársins. Þar sjá um tónlist fyrrum meðlimir barna – og unglingakóra kirkjunnar, þær Kristín Arna Hauksdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Margrét Arnardóttir, Þorgerður Helgadóttir og Hrafnhildur Hugborg Jónsdóttir. Undirleikari er Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Verum öll velkomin í kirkjuna á morgun – sjáumst!

Helgihald 2.sunnudag í aðventu

Á aðventunni er yndislegt að næra andann og styrkja trúnna í samfélagi kirkjunnar. Næsta sunnudag 6.desember er messa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju kl. 11. Kveikt verður á aðventukransinum. Í messunni syngur bæði Unglingakór og Kirkjukór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólanum stýra æskulýðsleiðtogar. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni í umsjón Kvenfélags Selfosskirkju.