Messað verður í Selfosskirkju sunnudaginn 27. júní kl. 11. Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari og prédikar. Ester Ólafsdóttir leikur á orgelið og kirkjukór Selfosskirkju syngur. Verið öll hjartanlega velkomin til góðrar stundar.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
Útiguðsþjónusta í Hellisskógi sunnudaginn 20. júní kl. 20:00
Helgihald sunnudagsins 20. júní verður í Hellinum í Hellisskógi kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur, stjórnandi með þeim verður Magnea Gunnarsdóttir, félagar úr Tónlistarskóla Árnesinga spila á blásturshljóðfæri. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Þetta verður falleg guðsþjónusta úti í náttúrunni. Gott væri ef þau sem treysta sér til komi gangandi eða hjólandi, þar sem bílastæðapláss er ekki mikið við Hellinn.
Guðsþjónusta í Selfosskirkju sunnudaginn 13. júní kl. 11:00
Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudaginn 13. júní kl. 11:00.
Kirkjukórinn leiðir okkur í söng og organisti er Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Velkomin til stundarinnar!
Helgihald á sjómannadegi í Stokkseyrarkirkju og Eyrarbakkakirkju
Á sjómannadegi verður guðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju kl. 11:00 og Eyrarbakkakirkju kl. 14:00.
Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí í Laugardælakirkju
Guðsþjónusta sunnudagsins næsta 30. maí verður í Laugardælakirkju kl. 11:00. Organisti er Guðmundur Eiríksson, almennur safnaðarsöngur, Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Aðalsafnaðarfundur að lokinni athöfn.
Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna
Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna
Við prestarnar í Selfosskirkju, Eyrarbakkakirkju, Stokkseyrarkirkju, Laugardælakirkju, Villingaholtskirkju, Hraungerðiskirkju og Gaulverjabæjarkirkju boðum til fundar fyrir þau sem áhuga hafa á því að kynna sér og skrá sig í fermingarfræðslu hjá okkur.
Við boðum til fundar í Selfosskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 18:00. Á fundinum förum við yfir skipulag fermingarfræðslunnar, gefum upp fermingardaga vorsins 2022 og opnum fyrir skráningu í fermingarfræðsluna.
Fyrir þau sem ekki komast á fundinn munu allar upplýsingar sem fram koma verða aðgengilegar á heimasíðu Selfosskirkju að fundi loknum.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja
Guðbjörg Arnardóttir, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Arnaldur Bárðarson, arnaldur.bardarson@kirkjan.is
Gunnar Jóhannesson, gunnar.johannesson@kirkjan.is
Hátíðarmessa á hvítasunnudag í Selfosskirkju kl. 11:00
Hátíðarmessa verður á hvítasunnudag sunnudaginn 23. maí kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur við undirleik Edit A. Molnár. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari.
Guðsþjónusta í Selfosskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 11:00
Guðsþjónusta verður sunnudaginn 16. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Arnaldur Bárðarson. Það verður gott að koma saman til hefðbundinnar guðsþjónustu, heyra falleg orð, syngja saman sálma og verður barn borið til skírnar.
Allra sóttvarna er gætt, fólk skráir sig við komu í kirkjuna og minnum á grímuskyldu.
Fermingarmessur í Selfosskirkju 8. og 9. maí
Laugardaginn 8. maí og sunnudaginn 9. maí verða fermingarmessur í Selfosskirkju. Vegna þeirra fjöldatakmarkana sem við erum bundin eru athafnirnar einungis opnar nánustu aðstandendum fermingarbarnanna.
Krossamessa sunnudaginn 2. maí kl. 11:00
Þá er loks komið að almennri messu í Selfosskirkju eftir hlé, á morgun, sunnudaginn 2. maí kl. 11. Á morgun verður sk. krossamessa þar sem við þökkum unglingakórnum okkar fyrir þjónustu sína við kirkjuna og kveðju þá sem nú “útskrifast” úr kórnum. Edit Molnár spilar undir og unglinakórinn syngur í messunni. Við virðum sóttvarnarreglur en að öðru leyti mega hundrað manns koma saman í kirkjunni. Vertu velkomin(n).