Kirkjukórinn kom saman síðastliðinn fimmtudag eftir langt hlé. Ekki var um hefðbundna æfingu að ræða heldur létu kórfélaga hendur standa fram úr ermum og snyrtu beð og stíga í kirkjugarðinum og umhverfis kirkjuna. Allir með gott bil sín á milli. Rúmlega tuttugu manns mættu og fylltu 32 ruslapoka á tveim klukkustundum. Eftir vinnuna var boðið upp á pizzur og að sjálfsögðu sungin nokkur lög.
Líkt og hjá öðrum hópum lagðist nær allt starf kórsins niður við samkomubannið. Æfingar og messur lögðust af og vegna fjöldatakmarkana söng kórinn heldur ekki við útfarir.
Vortónleikum kórsins var aflýst og söngferð til Ítalíu frestað um eitt ár. Það hefur verið rólegt yfir kórstarfinu. Það var því kórfélögum kærkomið að hittast aftur og reka endahnút á óvenjulegt vetrarstarf og láta líka gott af sér leiða.
Sjá má fleiri myndir á Facebook síðu kirkjunnar