Fjölskyldumessa verður sunnnudaginn 14. janúar kl. 11:00. Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Guðbjörg Arnardóttir og um tónlistina sér Sigurður Einar Guðjónsson.
Söngur, biblíusaga, Rebbi refur og límmiðarnir á sínum stað.
Krökkum er velkomið að taka bangsa eða dúkku með sér.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
Fyrsta messa ársins 7.janúar
Fyrsta messa nýs árs verður sunnudaginn 7.janúar kl. 11. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Esther Ólafsdóttir.
Æskulýðsstarf kirkjunnar hefst að loknu jólaleyfi með fjölskyldumessu sunnudaginn 14.janúar nk.
Morgunbænir hefjast á ný 16.janúar 2018
Nú strax eftir áramót fær safnaðarheimili kirkjunnar andlitslyftingu þar sem það verður málað og parketið pússað. Þess vegna falla morgunbænir í kirkjunni niður á meðan og þær hefjast á ný þriðjudaginn 16.janúar nk. Þá falla hefðbundnir viðtalstímar presta einnig niður dagana 2.-5.janúar en prestarnir svara að sjálfsögðu í síma og allri þjónustu er sinnt.
Aftansöngur á gamlársdag kl. 17:00
Helgihald í Selfossprestakalli yfir jól og áramót
Jólaball Selfosskirkju 17.desember
Aðventuheimsóknir leik – og grunnskóla á Selfossi
Selfosskirkja hefur iðað af lífi alla morgna í desember. Um 950 börn í leik – og grunnskólum á Selfossi hafa komið í aðventuheimsóknir ásamt starfsfólki skólanna og við starfsfólk kirkjunnar lögðum mikinn metnað í að taka vel á móti þessum góðu gestum. Það var mikið stuð á okkur þegar sungum hressileg lög saman, svo kveiktum við á aðventukransinum og rifjuðum þannig upp jólasöguna sem sögð er í kirkjunni um hver jól og sýndum leikrit þar sem umfjöllunarefnið var jólahald í gamla daga og í nútímanum og hvað það er sem gefur jólunum raunverulegt gildi.
Á myndinni hér að neðan sjást æskulýðsfulltrúi og prestar kirkjunnar í leikmynd og búningum leikritsins sem við sýndum börnunum.
Hjartans þakkir fyrir komuna!
Kær kveðja, starfsfólk Selfosskirkju.
Annar sunnudagur í aðventu í Selfossprestakalli
Sunnudaginn 10. desember verður nóg um að vera í Selfossprestakalli.
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11:00 þar sem Barnakórinn kemur fram í Lúsíubúningum og syngja Lúsíusálm.
Kirkjukórinn syngur einnig aðventusálma.
Organisti Edit A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð.
Aðventustund verður í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Þar syngur Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna aðventu- og jólasálma.
Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hinir árlegu aðventutónleikar kirkjunnar verða kl. 16:00 og eru það þeir 40. í röðinni.
Fram koma kórar og tónlistarfólk úr héraði. Aðgangseyrir er 3000 og rennur hann óskiptur til kaupa á nýjum flygli sem verður formlega afhentur á tónleikunum.
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Helgihald fyrsta sunnudags í aðventu í Selfossprestakalli verður með eftirfarandi hætti:
Í Selfosskirkju verður fjölskyldumessa kl. 11. Unglingakór kirkjunnar syngur ásamt kirkjukór undir stjórn Edit Molnár. Við heyrum jólasögu og kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Að lokinni messu gefst kostur á að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu, og þar verður líka kökubasar unglingakórsins. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Í Villingaholtskirkju verður aðventukvöld kl.20. Ræðumaður er Gunnlaug Hartmannsdóttir skólastjóri Flóaskóla. Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Sunnudagurinn 26. nóvember
Sunnudaginn 26. nóvember verður sannarlega hægt að mæta í guðsþjónustu í prestakallinu.
Messa í Selfosskirkju kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13:30, Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kvöldmessa í Selfosskirkju þar sér Regína Ósk Óskarsdóttir um tónlistina og aldrei að vita nema hún taki 1-2 jólalög. Notaleg kvöldstund við kertaljós í rökkrinu. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.