Kærleiksbirnir í Vatnaskógi!

Helgina 15. – 17. febrúar fóru 18 hressir unglingar ásamt leiðtogum úr æskulýðsfélagi Selfosskirkju Kærleiksbirnunum á Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi. Á mótinu voru um 150 unglingar af stór Reykjavíkursvæðinu og nágrenni. Helgin var þéttskipuð fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Hópurinn gat ma. skemmt sér í hoppukastala, orrustu, spilum, borðtennis, skottaleik, karaoke og pottaferðum. Erna Kristín guðfræðinemi sá um fræðslu mótsins sem fjallaði um mikilvægi þess að hafa jákvæða líkamsímynd. Fastir liðir í dagskránnir voru einnig helgistundir, spurningakeppni, ball og atriðakeppni. Að þessu sinni sigraði Æskulýðsfélag Selfosskirkju atriðakeppnina með flutingi Viktors Kára Garðarssonar á laginu Rósinni. Helgin gekk glimrandi vel í alla staði og voru unglingarnir sjálfum sér og félaginu til sóma.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

 

Æskulýðsstarf hafið á nýju ári

Æskulýðsfundir hófust aftur á nýju ári í vikunni og hófst fjörið með skemmtilegum “Capture the flag glow in the dark leik” Æskulýðsfundir eru á þriðjudögum kl. 19:30.

TTT hófst einnig í vikunni en TTT er fyrir 10 – 12 ára börn og er á miðvikudögum kl. 16:00 – 17:00.

Framundan er fjölbreytt dagskrá og mót í Vatnaskógi.

Hér eru nokkar myndir frá fundunum í vikunni.

Foreldramorgnar í Selfosskirkju

Í fyrramálið 5. september kl. 10:30 -12:00 verður opið hús á baðstofulofti Selfosskirkju gengið inn um safnaðarheimili.

Hér má sjá drög að haustdagskrá foreldramorgna og er hún er birt með fyrirvara um breytingar.

Verið hjartanlega velkomin.
Bestu kveðjur,
Jóhanna Ýr,
æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Kirkjan.is:
“Á foreldramorgnum koma foreldrar saman með börnin sín og eiga notalega stund í safnaðarheimili kirkjunnar. Foreldrasamverurnar eru oftast óformlegar og er höfuðáherslan lögð á það að foreldrarnir geti hitt annað fólk í sömu sporum, þ.e. með lítil börn. Þetta eru líka góðar stundir fyrir börnin því það er þroskandi og örvandi fyrir þau að hitta önnur börn.

Oft koma gestir með eitthvað innlegg inn á fundinn t.d. hefur verið gott samstarf við heilsugæsluna víða á landinu þar sem hjúkrunarfræðingur kemur í heimsókn og ræðir við foreldrana um næringu barna, svefnvandamál barna eða eitthvað annað tengt litlum börnum. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis.

Algengast er að foreldramorgnar séu vikulega yfir vetrartímann. Misjafnt er eftir kirkjum hvort boðið er upp á foreldramorgna yfir sumartímann.”

Æskulýðsstarf í Selfosskirkju 2018 -2019

Nú á næstu dögum fer allt æskulýðsstarf í Selfosskirkju að hefjast.

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir hittist í safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl. 19:30.

TTT hefst miðvikudaginn 5. september kl. 16:00 – 17:00.

6 – 9 ára starf Selfosskirkju í Sunnulæk  18. september – 27. nóvember kl. 13:00 – 13:45 og 15. janúar – 9. apríl.

6 – 9 ára starf Selfosskirkju í Vallaskóla 20. september – 29. nóvember kl. 13:00 – 14:00 og 17. janúar – 11. apríl.

Skráning í 6 – 9 ára starf er á: aesko@selfosskirkja.is tilgreinið nafn barns, bekk og skóla.

Foreldramorgnar hefja göngu sína 5. september kl. 10:30 – 12:00. Hópur er undir nafninu Foreldramorgnar í Selfosskirkju á Fb þar sem haustdagskráin verður auglýst.

Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 2. sept. kl. 11:00.

Æskulýðsstarf er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Mynd: Æskulýðsfulltrúi og leiðtogar í æskulýðsstarfi Selfosskirkju 2018-2019, á myndina vantar nokkra leiðtoga.

 

Æskulýðsstarf hefst

Allt barna og æskulýðsstarf Selfosskirkju hefst í vikunni:
Sunnudagaskóli kl. 11:00 á sunnudögum
Kirkjuskóli í Vallaskóla á fimmtudögum kl. 14:00
Kirkjuskóli í Sunnulækjarskóla á þriðjudögum kl. 13:00
TTT (10 -12 ára starf) á miðvikudögum kl. 16:00 – 17:00
æskulýðsfélag á þriðjudögum kl. 19:30
foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10:30 – 12:00

Nánari upplýsingar um starfið: johannayrjohannsdottir@gmail.com