Við ætlum að breyta til og bjóða upp á leikjanámskeið í Selfosskirkju áður en formlegt barnastarf hefst í haust. Í boði verða námskeið fyrir 5-9 ára krakka og 9-12 ára.
Umsjón með námskeiðunum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, en í sumar var hún með hin geysivinsælu sveitanámskeið GobbiGobb.
Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér:
Leikjanámskeið Selfosskirkju
Greinasafn fyrir merki: TTT
TTT Kvöldvaka
Föstudagskvöldið 19. mars verður TTT kvöldvaka í safnaðarheimilinu frá 18:00-22:00.
Farið verður í skemmtilega leiki, spurningakeppni, varúlf, feluleik og margt fleira.
Þátttökugjald eru litlar 500 kr og eru allir krakkar á aldrinum tíu til tólf ára velkomnir.
Skráning hér
Barna- og unglingastarfið
Barna og unglingastarf selfosskirkju er komið á fullt með nýjum æskulýðsfulltrúa.
Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstundafræðingur, tók við af Jóhönnu Ýr sem æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju núna í janúar. Sjöfn hefur komið víða við í barnastarfi og var sjálf viðriðin æskulýðsstarf kirkjunnar á sínum unglingsárum.
Sunnudagaskólinn
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu er sunnudagaskólinn ekki starfandi sem stendur. Við hlökkum til þess tíma sem við getu tekið á móti ykkur í sunnudagaskólanum aftur.
6-9 ára starfið
6-9 ára starfið er alltaf á miðvikudögum frá kl. 13:30 til 14:30. Starfið einkennist af leikjum, söngvum og skemmtun, en inn í það fléttist fræðsla um kristin gildi og náungakærleik.
Allir krakkar í 1. – 4. bekk grunnskóla eru velkomnir.Athugið að frístundaakstur Árborgar stoppar við kirkjuna kl. 13:30, og svo aftur klukkan 14:30.
Skráning og frekari upplýsingar um 6-9 ára er að finna hér: 6-9 ára starf Selfosskirkju
TTT starfið
TTT starfið er alla miðvikudaga frá 16:00-17:00. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára og er fyrir krakka í 5. – 7. bekk grunnskóla. Í TTT er margt skemmtilegt brallað, leikir, söngvar og skemmtun einkenna starfið. Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Skráning og frekari upplýsingar um TTT er að finna hér: TTT starf Selfosskirkju
Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir
Æskulýðsfélagið er með fundi á þriðjudagskvöldum á milli klukkan 19:30 og 21:30. Starfið er fyrir krakka í elstu bekkjum grunnskóla. Fundir æskulýðsfélagsins einkennast af fjöri og skemmtun. Allir krakkar í 8. – 10. bekk grunnskóla eru velkomnir á fund og ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega.