Söngur og gleði – námskeið fyrir 6-10 ára börn!

Dagana 19.-29. nóvember verður boðið upp á kórnámskeið í Selfosskirkju á fimmtudögum kl. 14.30-15.15 og föstudögum kl. 17-17.45.  Allir krakkar á aldrinum 6-10 ára eru hjartanlega velkomnir!  Farið verður í tónlistarleiki og mikið sungið.

Kennarar verða Edit Molnár, Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Magnea Gunnarsdóttir.  Að því loknu munu þátttakendur koma fram í fjölskyldumessu í Selfosskirkju sunnudaginn 29.nóvember.

Til þess að skrá barn til leiks skal senda tölvupóst til Editar, edit@simnet.is þar sem fram kemur nafn og aldur.

Námskeiðið er ókeypis og er styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands.

Messa og sunnudagaskóli 15.nóvember

Nk. sunnudag 15.nóvember verður messa kl. 11.  Barn borið til skírnar.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Og á eftir er súpa og kaffisopi í safnaðarheimilinu sem kvenfélag kirkjunnar reiðir fram.  Það er gott að koma til kirkju, heyra gott orð, syngja fallega sálma og eiga gott samfélag.  Sjáumst í kirkjunni!

Allra heilagra messa 1. nóvember

Sunnudaginn 1.nóvember er Allra heilagra messa sem í kirkjunni er tileinkuð minningu látinna.  Kl. 11 um morguninn er fjölskylduguðsþjónusta þar sem unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi og sr. Ninna Sif.  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.

Kl. 20 er svo kvöldguðsþjónusta þar sem þau Karítas Harpa og Fannar Freyr sjá um tónlistina.  Falleg tónlist og gott orð sem nærir, huggar og blessar.  Þú ert velkomin/n.  Sjáumst í kirkjunni!allra heilagra mynd

Kvöldmessa 4.október kl. 20

12048672_10207044436204837_1640684092_n

 

Sunnudagskvöldið 4.október kl. 20 verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem tríóið Sæbrá sér um tónlistina.  Prestur er sr. Ninna Sif. Efni tríósins er fjölbreytt, stíllinn er bæði poppaður og rómantískur, stundum má einnig heyra snefil af rokki í sumum lögum. Hljóðfæraskipanin er oft á tíðum misjöfn en notast þær við hljóðfæri á við gítar, píanó, raf- eða kontrabassa, þverflautu og ásláttahljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Söngur er mikið atriði í tríóinu og lögð áhersla á raddaðan söng.  Kvöldmessur í Selfosskirkju eru afslappaðar og notalegar þar sem skiptist á tónlist og talað mál.  Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!

Fjölskyldumessa 4.október kl. 11

Fjölskyldumessa sunnudaginn 4. október kl. 11.  Skemmtileg, uppbyggileg og nærandi stund fyrir alla fjölskylduna!  Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi stýra stundinni.  Súpa og brauð á eftir í safnaðarheimilinu.  Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!

Messa og sunnudagaskóli 20.september

Sunnudaginn 20. september er messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Í messunni þjónar sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kirkjukórinn syngur og organisti er Jörg Sondermann.  Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum.  Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.  Góð og nærandi morgunstund í kirkjunni á sunnudag, verum öll velkomin.  Sjáumst í kirkjunni!

Messa 6.september

Messa sunnudaginn 6.september kl. 11.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann.  Súpa, brauð og kaffi í safnaðarheimili að messu lokinni.  Allir velkomnir, sjáumst í kirkjunni!

Messa sunnudaginn 23.ágúst

Messa sunnudaginn 23.ágúst.  Fermingarbörn og foreldrar boðin velkomin í kjölfar fermingarnámskeiðs.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann.  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.  Sjáumst í kirkjunni!

Messa kl. 11 – 2. sunnudag eftir páska – 19. apríl

Góði hirðirnnMessa og barnastarf, 2. s. e. páska, 19. apríl, kl. 11.

Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi.

Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Kaffisopi eftir messu og súpa og brauð á vægu verði.


23. Davíðssálmur

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.