Við auglýsum hér fjölskyldumessu í Seflosskirkju á sunnudaginn, þann 13. janúar kl. 11. Eins og allir sem líta út um gluggann á Selfossi þá er enginn snjór á Selfossi í dag og varla heldur á morgun eða á sunnudaginn, En sem áður vertu velkomin.
Greinasafn fyrir flokkinn: Safnaðarstarf
Þorláksmessa í Selfosskirkju, 23. desember 2018 kl. 11.
Kveikum á ljósi- þó viljin sé veikur er vonin samt sterk, koma má mörgu og miklu í verk, það sem þú gerir er það sem þú ert, þín verður minnst fyrir það sem var gert. Ljúf helgistund verður kl. 11 í Selfosskirkju sunnudaginn 23. desember kl. 11 þar sem við munum einmitt kveikja á ljósi, fjórða ljósi aðventukertanna. Valgerir Guðjónsson og kór kirkjunnar leiða okkur inn í birtuna sem skín af því ljósi sem jólin boða og bjóða. Verið velkomin.
Selfosskirkja 5. ágúst
Sunnudaginn 5. ágúst kl. 11 er messa í Selfosskirkju. Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar, kór kirkjunnar syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Verið öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!
Messa á Jónsmessu
Axel, héraðsprestur messar á sunnudaginn, þann 24. júní kl. 11. Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór kirkjunnar leiðir söng.
Sumarsólstöður voru 21. júní sl. en þann dag reis sólin hæst síðan 21. desember sl. Frá jólum til Jónsmessu þá er hugmyndin að jólaljósið magnist í okkur. Við ættum að vera búinn í 6 mánuði að efla það með okkur, sem vöxtur ljósins í náttúrunni hefur í okkur að segja. Og næstu sex mánuði, hvað ljósið, í náttúruinni sem dofnar hægt og sígandi, hefur að segja um okkar inna ljós. Nær það að ljóma?
Á þig, Jesú Krist, ég kalla,
kraft mér auka þig ég bið.
Hjálpa þú mér ævi alla,
að ég haldi tryggð þig við.
Líkna mér og lát mér falla
ljúft að stunda helgan sið. -Sálmur: 196
Kirkjubrall
Fundir með foreldrum og verðandi fermingarbörnum
Við undirbúum það að taka á móti nýjum fermingarárgangi. Fundir með foreldrum og verðandi fermingarbörnum verða á mánudag og miðvikudag kl. 17:30 og hafa foreldar val um hvorn fundinn þau mæta á. Þá verður tilkynnt um fermingardaga næsta árs og eins farið yfir hvað í fermingarfræðslunni felst. Við prestarnir hlökkum til að kynnast nýjum hópi í fermingarfræðslunni.
Undir flipanum Fermingarstörfin má finna dagsetningar á fermingum næsta árs.
Samtal um sorg og áföll
Í maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. Samtalið samanstendur af fjórum samverum sem allar hefjast með stuttu erindi um sorg og áföll… og síðan er boðið upp á samtal. Umsjón hafa Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir prestar Selfossprestakalls. Athugið að samtalið er öllum opið, ekki aðeins sóknarbörnum í Selfossprestakalli. Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagana 4., 11., og 18.maí og þriðjudaginn 23.maí kl. 17.30 og stendur samveran í um klukkustund. Skráning fer fram hjá prestunum hjá axel.arnason@kirkjan.is, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.
Blaðað í Biblíunni 2017
Fjóra þriðjudaga í marsmánuði 2017 verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um Fake News og Good News (sem svo oft ber á góma), eða skröksögur og sannar sögur, fjórum lykilspurninginum svarað af Lúkasi guðspjallamanni.
Farið verður í afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 7. mars og stendur yfir góða klukkustund. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.