Aðstoðarkirkjuvörður

Aðstoðar-kirkjuvörður Selfosskirkju 
Sóknarnefnd Selfosssóknar auglýsir eftir aðstoðar-kirkjuverði við Selfosskirkju í 50% starf. 

Auglýst er eftir starfsmanni í stöðuna aðstoðar-kirkjuvörður Selfosskirkju, sem er hlutastarf. Í því felst að leysa kirkjuvörð af í sumarleyfi hans og öðrum tilfallandi forföllum. Ennfremur að leysa hann af aðra hverja helgi allt árið og eftir nánara samkomulagi á öðrum frídögum og helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig felst í þessu vinna á virkum dögum eftir nánara samkomulagi þannig að 50% starfshlutfalli verði náð. 

Í starfi aðstoðar-kirkjuvarðar felst umsjón með kirkju, safnaðarheimili, kirkjulóð og kirkjugarði.  

Aðstoðar-kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum,  lipurð og sveigjanleika.  Hann / hún þarf að búa yfir ríkri þjónustulund. 

Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem  þeir óska að taka fram.  Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur Búason gjaldkeri sími:899-9613 gudbuason@gmail.com og Guðný Sigurðardóttir kirkjuvörður, sími:482-2175, selfosskirkja@selfosskirkja.is  

Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. 

Umsókn sendist til Selfosskirkju: 
Sóknarnefnd Selfosssóknar 
Selfosskirkju 
800 Selfoss 

Helgihald í dymbilviku og um páska í Árborgarprestakalli

Pálmasunnudagur 

Selfosskirkja 
Fermingarmessur kl. 11:00 og 14:00. 
Sunnudagaskóli kl. 11:00 á baðstofuloftinu, umsjón Sjöfn, Katrín og Dóra. 

Skírdagur 28. mars  

Selfosskirkja 
Fermingarmessa kl. 11:00 

Laugardælakirkja
Messa kl. 14:00. Prestur Ása Björk Ólafsdóttir, organisti Guðmundur Eiríksson, almennur safnaðarsöngur. Aðalsafnaðarfundur eftir messuna. 

Eyrarbakkakirkja 
Messa með altarisgöngu kl. 20:00. Prestur Ása Björk Ólafsdóttir, organisti Pétur Nói Stefánsson, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, einsöng syngur Bryndís Magnúsdóttir. 

Föstudagurinn langi 29. mars

Eyrarbakkakirkja 
Kyrrðarstund kl. 20:00. Prestur Ása Björk Ólafsdóttir, organisti Pétur Nói Stefánsson, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur. Einsöng syngur Bryndís Magnúsdóttir. 

Páskadagur 31. mars 

Selfosskirkja 
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08:00. Prestur Gunnar Jóhannesson, organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur. Morgunverður í boði sóknarnefndar í Safnaðarheimilinu á eftir. 

Eyrarbakkakirkja 
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08:00. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Pétur Nói Stefánsson, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur. 

Stokkseyrarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Haukur Arnarr Gíslason, Kirkjukórinn syngur. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. 

Hraungerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur Gunnar Jóhannesson, organisti Guðmundur Eiríksson, Kirkjukórinn syngur. 

2. páskadagur 1. apríl 

Villingaholtskirkja 
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Guðmundur Eiríksson, Kirkjukórinn syngur. 

Gaulverjabæjarkirkja 
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Haukur Arnarr Gíslason, Kirkjukórinn syngur. 

Kvöldmessa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju

Sunnudaginn 19. mars verður sunnudagaskóli á hefðbundnum tíma kl. 11:00. Þar verða Sjöfn, Katrín og Dóra á sínum stað og sunnudagskólinn fær góða gesti því Stjörnukórinn kemur í sunnudagaskólann og syngur, Stjórnukórnum stjórna Edit og Kolbrún Hulda.

Kvöldmessa verður kl. 20:00. Þar koma fram hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Kirkjukórinn og Unglingakórinn syngja einnig, stjórnandi er Edit A. Molnár. Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.

Í prestakallinu þennan sunnudag verða fleiri messur því messa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur og Gunnlaugur Bjarnason syngur einsöng. Organisti er Pétur Nói Stefánsson og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa verður einnig í Hraungerðiskirkju kl. 14:00, Kirkjukórinn syngur, organisti er Guðmundur Eiríksson og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagur í Selfosskirkju

Sunnudaginn 10. mars verður mikið um að vera í Selfosskirkju. Það verður tónlistarmessa kl. 11:00, þar sem fram koma nemendur af framhaldsstígi Tónlistarskóla Árnesinga. Kirkjukórinn syngur einnig, prestur Ása Björk Ólafsdóttir, organisti Edit A. Molnár.
Eftir messuna verður Unglingakórinn með kökubasar.
Opin söngstund verður kl. 17:00 sama dag, stjórnandi verður Edit A. Molnár og undirleik annast Miklos Dalmay.

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2024 fyrir starfsárið 2023 
Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju fimmtudaginn   21.mars  kl. 17.00  

  1.   Fundur settur af formanni. 
  1.   Starfsmenn fundarins skipaðir. 
  1.   Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár. 

    Formaður, prestar, æskulýðsfulltrúi, kórstjórar. 

  1.   Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs. 

    Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum. 

  1.   Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda. 
  1.   Ákvörðun um framtíðarskuldbindingar og  fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 
  1.   Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara. 
  1.   Kosning í aðrar nefndir og ráð. 

10.  Önnur mál.      

11.  Fundi slitið.