Sunnudaginn 13. október býður Kirkjukór Selfosskirkju til söngstundar í Selfosskirkju kl. 17:00. Barna- og unglinakórinn syngur einnig og sérstakir gestir eru Sönghópur Hraungerðis- og Villingaholtssókna.
Það verða á dagskránni sálmar, gamlir sem allir þekkja og nýjar sem er gott að kynnast. Við hvetjum alla til að mæta, taka undir í söngnum og eiga um leið notarlega stund í kirkjunni okkar.
Sunnudaginn 6. október verður nóg um að vera í Árborgarprestakalli.
Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað með Sjöfn og leiðtogum kl. 11:00 Kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Félagar í Kirkjukór Selfosskirkju annast tónlistina sem verður með óhefðbundnum hætti, gítarleikur, létt dægurlög og sálmar. Organisti Edit A. Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Stokkseyrarkirkja Messa sunnudaginn 6. október kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.
Villingaholtskirkja Þjóðbúningamessa sunnudaginn 6. október kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Kirkjugestir eru hvattir til að koma í þjóðbúningum til messunnar. Eftir messuna verður kirkjukaffi eða pálínuboð í Þjórsárveri.
Selfosskirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00, umsjón Sjöfn og leiðtogar.* Kvöldmessa kl. 20:00, hljómsveitin Slow Train spilar lög eftir Bob Dylan. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Eyrarbakkakirkja Messa sunnudaginn 15. september kl. 11:00. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Gaulverjabæjarkirkja Messa sunnudaginn 15. september kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Það er okkur ánægja að kynna til leiks Bergþóru Kristínardóttur sem mun stjórna barnakór Selfosskirkju í vetur, ásamt Edit Molnár organista kirkjunnar. Bergþóra Kristínardóttir er 29 ára Selfyssingur sem ólst upp í tónlist í Selfosskirkju og tónlistaskóla Árnesinga. Þar lauk hún framhaldsprófi á fiðlu hjá Mariu Weiss og söng í barna og unglingakórum fyrst hjá Glúmi Gylfasyni og svo hjá Edit Molnár. Seinna söng hún í kór FSu, kór Listaháskóla Íslands og kammerkvennakórnum Impru. Hún hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitarverkefnum sem fiðluleikari m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit suðurlands undanfarin þrjú ár. Bergþóra býr nú á Selfossi með fjölskyldu sinni og er spennt fyrir því að vera komin aftur í kórastarfið í öðru hlutverki.
Sunnudaginn 25. ágúst verður helgihald með óvenjulegum hætti því Kirkjukórinn ásamt organista og presti heimsækja Miðbæinn á Selfossi og verður messa á Brúartorgi í Miðbænum kl. 14:00. Með kórnum koma einnig fram Daniel Karl Cassidy og Hugrún Birna Hjaltadóttir. Hittumst í Miðbænum!
Seinna sama dag verður Maríumessa í Eyrarbakkakirkju þar sem sungnir verða ýmsir Maríusálmar, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur undir stjórn Péturs Nóa Stefánssonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir
Í sumar höfum við verið að flakka á milli kirknanna okkar í Árborgarprestakalli og nú er komið að sumarmessu í Villingaholtskirkju sem verður sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00. Það er fallegt að taka rúnt um sveitina og koma við í messu. Það verður almennur safnaðarsöngur, Guðmundur Eiríksson leikur undir og prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudaginn 23. júní kl. 14:00 verður messa prestakallsins í Eyrarbakkakirkju. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagurinn 2. júní er sjómannadagur og í Árborgarprestakalli er hefðbundið helgihald í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Selfosskirkju verður kvöldmessa.
Stokkseyrarkirkja Guðsþjónusta í Stokkseyrarkirkja á sjómannadag 2. júní kl. 11:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Eyrarbakkakirkja Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á sjómanndag 2. júní kl. 14:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Selfosskirkja Kvöldmessa sunnudaginn 2. júní kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur og hitar upp fyrir kórferðalag sem er framundan, fallegur kórsöngur undir yfirskriftinni: ,,Söngur fyrir Króatíu.” Organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Nú hefur verið út helgihaldið í sumar í Árborgarprestakalli og er það með fjölbreyttum hætti.
Við bjóðum ykkur velkomin á kynningarfund í Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 18:00. Fundurinn er fyrir verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli, undir það heyra kirkjurnar í Árborg og Flóahreppi. Á fundinum verður farið yfir skipulag fermingarfræðslunnar og ýmislegt annað fyrir næsta vetur. Verið velkomin til fundarins og kynna ykkur starfið. Við viljum einnig benda á að inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin er að finna upplýsingar um væntanlega fermingardaga og þar er hlekkur til að skrá barn í fræðsluna. Við hlökkum mikið til þess að kynnast nýjum hópi fermingarbarna og eiga samfélag með ykkur öllum næsta vetur. Velkomið að taka væntanlegt fermingarbarn með á fundinn en ekki nauðsynlegt.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við okkur prestana í tölvupósti eða síma, upplýsingar um það má finna inn á selfosskirkja.is