Fermingarfræðslan er að hefjast!

Kæru foreldrar og forráðafólk fermingarbarns

Nú er komið að upphafi fermingarfræðslu vetrarins og við erum mjög spennt!

Miðvikudag 21. ágúst og fimmtudag 22. ágúst verður fræðslan sem hér segir:

Samhristingur, pulsupartý, leikir og fræðsla.

Við munum hitta börnin í tveimur hópum í Selfosskirkju báða dagana

Vallaskóli og Flóaskóli kl. 13-14:45

Sunnulækjaskóli og BES kl 15-16:45

Endilega látið þetta fréttast til þeirra sem hugsanlega eru ekki búin að skrá barnið sitt hjá okkur!

Með kærri kveðju,

prestar Árborgarprestakalls





Gæludýrablessun

verður í guðsþjónustunni, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 14:00!
Öll eru velkomin að koma með gæludýrin sín eða mynd af þeim 😻
Við verðum úti ef veður leyfir. Endilega látið þetta fréttast, því það verður örugglega mjög gaman og spurning hvort prestur kemst nokkuð að fyrir gleði dýranna og eigenda þeirra 😉
Prestur verður Ása Björk og tónlistina leiða Ester organisti og kirkjukórinn okkar 🎶
Í tilefni Gleðidaga eru kirkjugestir hvattir til að mæta í litríkum fötum🔴🟠🟡🟢🔵🟣 <3

May be a doodle of köttur og hundur

Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 14. júlí kl. 20:00

Að kvöldi síðasta dags ,,Kótilettunnar” munum við mætast í húsi Drottins og líta innávið. Textarnir fjalla m.a. um leitina að tilgangi lífsins, þess sem það hefur uppá að bjóða og nauðsyn þess að tilheyra.

Prestur er Ása Björk og tónlistina leiðir Ester organisti ásamt kirkjukórnum okkar. Öll eru innilega velkomin í þessa guðsþjónustu lestra, hugleiðingar og söngs.

Sumarmessa

Í sumar höfum við verið að flakka á milli kirknanna okkar í Árborgarprestakalli og nú er komið að sumarmessu í Villingaholtskirkju sem verður sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00. Það er fallegt að taka rúnt um sveitina og koma við í messu. Það verður almennur safnaðarsöngur, Guðmundur Eiríksson leikur undir og prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.

Helgihald sunnudaginn 2. júní

Sunnudagurinn 2. júní er sjómannadagur og í Árborgarprestakalli er hefðbundið helgihald í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Selfosskirkju verður kvöldmessa.

Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta í Stokkseyrarkirkja á sjómannadag 2. júní kl. 11:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á sjómanndag 2. júní kl. 14:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Selfosskirkja
Kvöldmessa sunnudaginn 2. júní kl. 20:00.  Kirkjukórinn syngur og hitar upp fyrir kórferðalag sem er framundan, fallegur kórsöngur undir yfirskriftinni:  ,,Söngur fyrir Króatíu.”  Organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Nú hefur verið út helgihaldið í sumar í Árborgarprestakalli og er það með fjölbreyttum hætti.

Fundur vegna ferminga 2025

Fundur fyrir verðandi fermingarbörn vorsins 2025.

Við bjóðum ykkur velkomin á kynningarfund í Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 18:00.  Fundurinn er fyrir verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli, undir það heyra kirkjurnar í Árborg og Flóahreppi.  Á fundinum verður farið yfir skipulag fermingarfræðslunnar og ýmislegt annað fyrir næsta vetur.  Verið velkomin til fundarins og kynna ykkur starfið.  Við viljum einnig benda á að inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin er að finna upplýsingar um væntanlega fermingardaga og þar er hlekkur til að skrá barn í fræðsluna.  Við hlökkum mikið til þess að kynnast nýjum hópi fermingarbarna og eiga samfélag með ykkur öllum næsta vetur. Velkomið að taka væntanlegt fermingarbarn með á fundinn en ekki nauðsynlegt.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við okkur prestana í tölvupósti eða síma, upplýsingar um það má finna inn á selfosskirkja.is

Kær kveðja

Guðbjörg, Gunnar og Ása Björk

Hlekkur til að skrá í fermingarfræðslu:

Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)