Appelsínugulur fáni við kirkjuna

Sumir hafa velt vöngum yfir appelsínugula fánanum sem blaktir við hún á fánastöng kirkjunnar.


Soroptimistasamband Evrópu hefur síðan 2009 hvatt borgir til að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit. Með því móti er vakin athygli á ofbeldi gegn konum.

– 35 prósent allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum.
– Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað.
– Allt að 50 prósent alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri.
– 250 milljónir kvenna í dag voru giftar áður en þær urðu 15 ára.
– 200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem
hefur áhrif á milljónir kvenna og enn fleiri milljónir barna.
Selfosskirkja tekur þátt í átakinu með því að flagga appelsínugulum fána
frá 25. nóvember til 10. desembers 2022.

Að ganga á fund áfalla, sorgar og missis

Mynd

Skuggahliðin

Fyrirhugaðar eru fjórar samverur á næstunni í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við áföll, sorg og missi. Fyrsta skiptið verður mánudaginn 28. nóvmber kl. 17:30 og svo næstu þrjá mánudaga á sama tíma. Hvert skipti varir í tæpan klukkutíma. Stutt innlegg verður í upphafi hvers sinn og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík og djáknans Guðmundar Brynjólfssonar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574 eða axel.arnason@kirkjan.is eða Guðmundi djákna í síma 899 6568 eða gummimux@simnet.is.

Guðmundur djákni- nýr liðsmaður

Guðmundur Brynjólfsson djákni
Guðmundur Brynjólfsson djákni

Nú leysir af í hálfu starfi við Árborgarprestakall vegna veikinda í starfsliði kirkjunnar, Guðmundur Brynjólfsson, en hann tók vígslu sem djákni 2012 til Guðríðarkirkju í Reykjavík. Guðmundur er búsettur í Þorlákshöfn og var djákni þar frá 2015 til 2020. Undanfarin ár hefur hann fengist við skáldsagnagerð, leikritun, fræðimennsku og háskólakennslu fyrir utan djáknastörfin. Djákninn er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og meistarapróf í leiklistarfræðum. Áætlað er að Guðmundur verði hér við störf þar til 13. janúar 2023. Starfssvið Guðmundar djákna verður á sviðið fræðlsu- og líknarmál. Enn fremur mun hann leiða helgihald safnaðanna og sinna sálgæslu sem kallað er eftir. Sími Guðmundar er s. 899 6568 og netfang: gummimux@simnet.is.