2. sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju og Eyrarbakkakirkju

Það er nóg framundan á öðrum sunnudegi í aðventu í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður stutt helgistund í kirkjunni kl. 11:00, strengjakvartett frá Tónlistarskóla Árnesinga spilar, síðan förum við yfir í safnaðarheimilið og þar verður dansað í kringum jólatréð og við fáum góða gesti í heimsókn.

Kl. 18:00 verður aðventukvöld Selfosskirkju. Þar syngja Kirkjukór Selfosskirkju og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju, einsöng syngur Guðbjörg Bjarnar Guðjónsdóttir. Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona flytur hugvekju.

Í Eyrarbakkakirkju verður aðventusamkoma kl. 14:00. Þar syngur Kirkjukórinn, organisti er Pétur Nói Stefánsson.

1. sunnudagur í aðventu, 3. desember

Nú erum við tilbúin að ganga saman inn í aðventuna í Selfosskirkju. Messa klukkan 11 og sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni með okkur. Við kveikjum einu kerti á og börn eru hvött til að koma með jólaskraut til að setja á tréð okkar, sem einungis verður með ljósum á!

Ester of kirkjukórinn leiða sönginn og séra Ása Björk þjónar fyrir altari. Hlökkum til að sjá þig <3

Helgihald í Árborgarprestakalli 19. nóvember

Sunnudagaskóli verður í Selfosskirkju kl. 11:00, umsjón Sjöfn, Katrín og Dóra

Messa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Messa verður í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Velkomin til helgihaldsins

Fermingarfræðsla

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að fermingarbörnin á Selfossi söfnuðu fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar í gær og það gildir sem fermingarfræðsla bæði fyrir gærdaginn og daginn í dag 🙂

Njótið dagsins og ekki sakna okkar of mikið! Sjá allar nánari upplýsingar í pósti okkar til foreldra fermingarbarna