Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organistar heimsækja okkur og spila fræg orgelverk og Eurovisionslagara. Barnakór Selfosskirkju syngur og hver veit nema það verði fleiri óvæntir gestir?
Kl. 12:30 og 13:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar.
Skráning fer fram með tölvupósti á orgelkrakkar@gmail.com
Föstudaginn 29. október verður kvöldvaka hjá TTT krökkunum í safnaðarheimili kirkjunnar, frá kl. 18:00 – 21:30. Safnaðarheimilið verður sett í draugalegan búning í anda hrekkjavökunnar. Skuggalegar pizzur verða bornar á borð og afturgengið gos með. Öll börn í 5. – 7. bekk eru velkomin og þátttökugjald eru litlar 1.000 kr. Skráning hér https://forms.gle/2QheDSQ7NQMdVsrG9
Við ætlum að breyta til og bjóða upp á leikjanámskeið í Selfosskirkju áður en formlegt barnastarf hefst í haust. Í boði verða námskeið fyrir 5-9 ára krakka og 9-12 ára. Umsjón með námskeiðunum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, en í sumar var hún með hin geysivinsælu sveitanámskeið GobbiGobb. Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér:
Föstudagskvöldið 19. mars verður TTT kvöldvaka í safnaðarheimilinu frá 18:00-22:00. Farið verður í skemmtilega leiki, spurningakeppni, varúlf, feluleik og margt fleira. Þátttökugjald eru litlar 500 kr og eru allir krakkar á aldrinum tíu til tólf ára velkomnir.
Í þetta skiptið fáum við Helgu Vollertsen, sérfræðing frá Þjóðmynjasafni Íslands í heimsókn. Hún ætlar að segja okkur hvernig skreytingarnar í kirkjunni sögðu sögur, næstum eins og teiknimyndir, af því að það kunnu svo fáir að lesa. Krakkar á öllum aldri eru velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!
Loksins loksins er sunnudagaskólinn farinn af stað aftur eftir langt hlé!
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á sunnudaginn kemur kl. 11 í safnaðarheimili kirkjunnar. Binni mætir með gítarinn og Sjöfn og Katrín halda uppi stuðinu. Það verður sko sungið og sprellað en umfram allt þá verður gaman! Sjáumst!
Barna og unglingastarf selfosskirkju er komið á fullt með nýjum æskulýðsfulltrúa. Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstundafræðingur, tók við af Jóhönnu Ýr sem æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju núna í janúar. Sjöfn hefur komið víða við í barnastarfi og var sjálf viðriðin æskulýðsstarf kirkjunnar á sínum unglingsárum.
Sunnudagaskólinn Vegna ástandsins í þjóðfélaginu er sunnudagaskólinn ekki starfandi sem stendur. Við hlökkum til þess tíma sem við getu tekið á móti ykkur í sunnudagaskólanum aftur.
6-9 ára starfið 6-9 ára starfið er alltaf á miðvikudögum frá kl. 13:30 til 14:30. Starfið einkennist af leikjum, söngvum og skemmtun, en inn í það fléttist fræðsla um kristin gildi og náungakærleik. Allir krakkar í 1. – 4. bekk grunnskóla eru velkomnir.Athugið að frístundaakstur Árborgar stoppar við kirkjuna kl. 13:30, og svo aftur klukkan 14:30. Skráning og frekari upplýsingar um 6-9 ára er að finna hér: 6-9 ára starf Selfosskirkju
TTT starfið TTT starfið er alla miðvikudaga frá 16:00-17:00. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára og er fyrir krakka í 5. – 7. bekk grunnskóla. Í TTT er margt skemmtilegt brallað, leikir, söngvar og skemmtun einkenna starfið. Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs. Skráning og frekari upplýsingar um TTT er að finna hér: TTT starf Selfosskirkju
Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir Æskulýðsfélagið er með fundi á þriðjudagskvöldum á milli klukkan 19:30 og 21:30. Starfið er fyrir krakka í elstu bekkjum grunnskóla. Fundir æskulýðsfélagsins einkennast af fjöri og skemmtun. Allir krakkar í 8. – 10. bekk grunnskóla eru velkomnir á fund og ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega.