Helgihald í Árborgarprestakalli 19. janúar

Sunnudaginn 19. janúar verður helgihald með fjölbreyttum hætti í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00

Í Eyrarbakkakirkju verður messa kl. 11:00, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, orgnaisti verður Guðný Alma Halldórsdóttir og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Í Gaulverjabæjarkirkju verður messa kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Í Selfosskirkju verður kvöldmessa kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur og spilar, tónlistin verður létt og ljúf. Kórstjóri Edit A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Bænastundir í Selfosskirkju

Við viljum vekja athygli á vikulegum bænastundum í Selfosskirkju.
Á þriðjudögum kl. 12:00 er kyrrðarbæn, setið er kirkjunni í bæn, þögn og íhugun í 20 mínútur.
Á miðvikudögum kl. 10:00 er bænastund inni í kirkjunni og eftir bænastundina sem er í kringum 15 mínútur er boðið upp á kaffisopa og gott samtal í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið velkomin til samveru í kirkjunni okkar!

Barnakór Selfosskirkju

Barnakór Selfosskirkju auglýsir eftir fleiri söngelskum börnum! Í kórnum er fullt af kátum krökkum í 2.-4. bekk sem ætla að syngja m.a. í messum, á skemmtikvöldum og vortónleikum. Svo verður vorferð og aldrei að vita nema við syngjum og skemmtum okkur með fleiri barnakórum!
Starfið hófst aftur þriðjudaginn 7. janúar og kóræfingar eru á milli klukkan 16:00-16:45 á þriðjudögum. Allt kórastarf í Selfosskirkju er ókeypis og hægt er að skrá sig á selfosskirkja.skramur.is eða hafa samband við Bergþóru Kristínardóttir í berg.runars@gmail.com

Blá messa og fleira sunnudaginn 15. desember

11:00 Sunnudagaskóli undir leiðsögn Sjafnar og leiðtoganna

15:00 Jólasöngstund sem unglingakórinn okkar leiðir og kaffisala til styrktar kórnum í lok stundarinnar. Gestasöngvari er Maríanna Másdóttir og kórstýra/meðleikari er Edit A Molnár

20:00 Blá jólamessa, hugljúf stund sniðin að þeim sem hafa misst, finna til saknaðar eða kvíða í aðdraganda jóla. Séra Ása Björk leiðir stundina og tónlistina leiða kirkjukórinn ásamt Edit organista

Öll eru innilega velkomin í allar stundirnar

Helgihald á öðrum sunnudegi í aðventu

Selfosskirkja
Sunnudaginn 8. desember verður helgistund og jólaball kl. 11:00.  Börn úr kórskólanum koma fram, einnig tónlistarhópur frá Tónlistaskóla Árnesinga.  Eigum góða stund saman í kirkjunni, dönsum í kringum jólatréð og fáum góða gesti í heimsókn.

Eyrarbakkakirkja
Aðventusamvera kl. 14:00 sunnudaginn 8. desember.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson.  Fiðluleikur Guðrún Birna Kjartansdóttir.  Skólakór Barnaskólaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Hraungerðiskirkja
Aðventukvöld sunnudaginn 8. desember kl. 20:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson. Einsöng syngur Berglind Guðnadóttir. Ingunn Jónsdóttir flytur hugleiðingu.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.